Nótan
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla og árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi.
Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan.
Nótan er þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt.
Þátttakendur eru:
- frá öllu landinu,
- á öllum aldri og
- á öllum stigum tónlistarnáms.
Mariann Rähni, frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur, sigraði svæðiskeppni Nótunnar á Vestfjörðum og Vesturlandi 18. mars 2017 - sjá nánar !
Oliver Rähni, frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur, fékk sérstaka viðurkenningu á lokatónleikum Nótunnar í Hörpunni í Reykjavík 10. apríl 2016 - sjá nánar !