Tónfræði

Í aðalnámskrá tónlistaskóla eru eftirtalin fög: 

  • tónfræði, 
  • tónheyrn, 
  • hljómfræði, 
  • tónlistarsaga, 
  • formfræði og 
  • kontrapunktur 

öll skilgreind sem tónfræðigreinar. 

Tölvunám tengt tónlist telst einnig til tónfræðináms. Tónlistarskóli Bolungarvíkur er fyrsti tónlistarskóli landsins til að taka tónlistarforritið Meludia til notkunar við kennslu í tónfræði.