Klassískur gítar
Gítar er strengjahljóðfæri.
Hann hefur oftast sex strengi sem gerðir er úr næloni á klassískum gíturum en stáli eða nikkel og stáli á kassagíturum og rafmagnsgíturum.
Strengirnir eru venjulega stilltir í E A D G B E '' en aðrar stillingar eru alls ekki óalgengar. Gítar hefur þverbönd á gripbrettinu, nema sérstakir bandalausir gítarar.
Á gítarhausnum má finna stilliskrúfur, sem stilla strengi gítarsins að tiltekninni tónhæð. Hálsinn er með gripabretti þar sem myndaðir eru hljómar með fingrunum og á sjálfum búknum er að finna brú sem að festir strengina niður, og ef um rafmagnsgítar um ræðir þá eru þar líka nemar ("pickup") sem nema titringinn og ýmsir stillitakkar (t.d. fyrir hljóðstyrk og tón).
Gítarinn á rætur sínar að rekja allt að 5.000 ár aftur í tímann, en svo lengi hafa verið til hljóðfæri sem svipar til gítarsins. Gítarinn sem við þekkjum í dag kemur frá Spáni og er um þúsund ára gamall.
Gítarinn er eitt af grunnhljóðfærunum í blús og rokki en er einnig vel þekktur t.d. í djasstónlist.