Fréttir

Söngnámskeið Siggu Ózkar - 29.06.2024

 Leiðbeinandi er Sigga Ózk, söngkona og námskeiðið fer fram í Tónlistarskóla Bolungarvíkur föstudaginn 5. júlí 2024. Meðleikari er Tuuli.

Skráning er til 3. júlí, klukkan 13:00 undir netfanginu selva@bolungarvík.is.Sigga-Ozk-1

Námskeiðið er ókeypis!

Námskeiðið er partur af 60 ára afmælisári Tónlistarskóla Bolungarvíkur.




Innritun í nám í Tónlistarskóla Bolungarvíkur - 29.05.2024

Innritun í nám í Tónlistarskóla Bolungarvíkur fyrir skólaárið 2024-2025 er hafin.
Innritun fer fram með rafrænum hætti gegnum vefsíðu skólans.

Athugð að allir þurfa að sækja um, bæði nýir og eldri nemendur, og einnig þeir sem eru á biðlista.

Það eru tvö mismunandi eyðublöð á síðunni og þeir nemendur sem vilja halda áfram í námi án breytinga geta valið styttra blaðið. Sækið um sem fyrst!




Sumardagurinn fyrsti - 23.04.2024

Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti, engin kennsla í tónlistarskólanum.

Fréttasafn


Viðburðir

Engin grein fannst.