Trommur

Trommur eru elstu hljóðfæri í heimi.

Upprunaleg bygging þeirra hefur haldist nær óbreytt en þær voru upphaflega notaðar af trúarlegum ástæðum eða í orrustum. 

Trommusett er safn slagverkshljóðfæra sem raðað er upp á þægilegan hátt þannig að einn hljóðfæraleikari geti leikið á þau öll samtímis.  

Grunntrommusett samanstendur af:

  • bassatrommu,
  • sneriltrommu (eða snerli), 
  • hi-hat sem eru tvö málmgjöll sem liggja hvort á móti öðru og hægt er að opna þau og loka með fótstig sem oftast er stjórnað með vinstri fæti,
  • diskum einnig kallaðir symbalar, eru einskonar diskar gerðir úr málmi,
  • pákum sem eru sívalar trommur sem raðað er við hliðina á eða í kringum snerilinn, oftast eru notaðar á bilinu 0 til 5 pákur en algengast er að þær séu 2 eða 3 og
  • trommustól.

Trommur

1. bassatromma, 2. gólftromma, 3. snerill, 4. páka, 5. hi-hat, 6-9. diskar

Á trommusett er yfirleitt leikið með kjuðum eða bustum. 
Trommur

Trommusett Ringos Starrs sem hann lék á í lögum eins og
Can't Buy Me Love og I Want to Hold Your Hand