Þverflauta

Þverflauta er tréblásturshljóðfæri sem haldið er út til hægri frá munni flautuleikarans. 

Hljóðið myndast þegar flautuleikarinn blæs lofti þvert á gat við munnstykki, þá myndar blásið titring og loftið innan hólksins kemst á hreyfingu og gerir flaut.

Flauta

Á þverflautunni eru 16 göt sem ráða tónunum.

Til eru mismunandi gerðir af þverflautum, til dæmis 

  • pikkólóflauta, 
  • altflauta og 
  • bassaflauta.

Algengustu tegund í tónlistarskólanum er c-flauta. 

Fyrsta nútímaflautan var fundin upp árið 1832 af Theobald Boehm.

Þverflauta fyrir nemendur er úr kopar, sinki og nikkel. Dýrari flautur eru úr silfri, gulli og platínu. 

Flauta2Það eru líka til nútíma þverflautur úr viði, venjulega úr afrískum svartviði (Dalbergia melanoxylon), klapparnir eru þá yfirleitt úr silfri eða gulli.