Oliver fær viðurkenningu

20.4.2016

Oliver Rähni, frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur, fékk sérstaka viðurkenningu á lokatónleikum Nótunnar í Hörpunni í Reykjavík.

GardarCortesafhentividurkenningargripiNxtunnarHér tekur Oliver Rähni frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur við verðlaunagrip sínum úr hendi Garðars Cortes.

Síðastliðinn sunnudag, 10. apríl,  fóru lokatónleikanir fram í Eldborgarsal Hörpu. Á Vestfjörðum og Vesturlandi eru 11 tónlistarskólar en einungis þrjú atriði frá þeim máttu koma fram á lokatónleikunum.

Svæðistónleikar Nótunnnar fyrir Vestfirði og Vesturland fóru fram í Stykkishólmskirkju laugardaginn 12. mars. Frá Vestfjörðum voru Oliver Rähni úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur, Pétur Ernir Svavarsson og Kristín Harpa Jónsdóttir frá Tónlistarskóla Ísafjarðar valin til að taka þátt í lokatónleikum Nótunnar í Hörpu 10. april.

Á lokahátíðinni voru flutt 26 framúrskarandi tónlistaratriði sem valin höfðu verið á fernum svæðistónleikum Nótunnar um land allt. Tíu framúrskarandi atriði af 26 fengu fékk sérstaka viðurkenningu.

Oliver lék frumsaminn konsert fyrir einleikspíanó eftir sjálfan sig sem hann samdi þegar hann var 12 ára gamall og hlaut hann eina af viðurkenningunum tíu fyrir.

Tónlistarskóli Bolungarvíkur óskar Oliver innilega til hamingju fyrir framúrskarandi tónlistarflutning og kennara hans Tuuli Rähni fyrir frábæran undirbúning.

Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og fjöldi nemenda af öllum stigum tónlistarnáms komu fram og fluttu fjölbreytileg og skemmtileg atriði.