Skólareglur
Foreldrar nemandans eru beðnir að hjálpa nemendum með æfinguna, þá virkar tónlistarnám best!
Foreldrar eru beðnir um að fara vel yfir reglurnar með börnum sínum!
Tónlistarskólinn áskilur sér rétt til að vísa í skólareglurnar varðandi það sem upp kann að koma.
- Öllum nemendum ber að sýna kennurum, tónlistarskólastjóra og öðrum nemendum kurteisi: sýnum hvert öðru kurteisi, virðingu og tillitsemi í Tónlistarskólanum.
- Nemendum ber að hlíta fyrirmælum tónlistarskólastjóra og starfsmanna skólans.
- Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir, að sækja tónleika, tónfundi og aðra félagsstarfsemi sem skólinn gengst fyrir.
- Ef nemandi forfallast, ber að tilkynna það svo fljótt sem auðið er. Ef nemandi getur einhverra hluta vegna ekki mætt í sína tíma, getur skólinn ekki bætt þá upp.
- Þurfti kennari að fella niður tíma ber honum að bæta hann upp nema ef um veikindi eða tónleikahald sé að ræða.
- Ef kennari tónlistarskólans getur ekki kennt (vegna veikinda eða t.d. námskeiða, tónleikahalds, prófa eða ...) og einhver annar kennir fyrir þennan kennara, þarf Tónlistarskólinn ekki að láta foreldra vita.
- Nemendum ber að ganga vel og snyrtilega um húsnæði Tónlistarskólans og eigur hans: hljóðfæri, bækur og aðrar eigur skólans. Nemandi sem veldur skemmdum á húsnæði eða munum skólans, ber skylda til að bæta það tjón sem hann veldur.
- Bannað er að hlaupa á göngum og trufla starfsemi þegar beðið er eftir kennslustund eða vinum. Í hóptímum er óheimilt að trufla kennslu t.d. með því að tala saman.
- Það er ekki leyfilegt að vera með GSM, tyggigúmmí eða annað sælgæti í skólanum.
- Nemanda er ekki leyfilegt að leika opinberlega meðan á námi stendur nema með samþykki kennara síns.
- Brjóti nemandi/nemendur reglur skólans, þá má tónlistarskólastjóri boða foreldra nemandans í skólann og halda fund. Munið að nemendur þurfa að biðja afsökunar.
Tónlistarnám þýðir að nemendur þurfa að æfa sig heima. Nemendur þurfa að skipuleggja tíma sinn vel og reyna að hafa fastan æfingatíma á hverjum degi ef mögulegt er.
Foreldrar nemandans eru beðnir að hjálpa nemendum með æfinguna, þá virkar tónlistarnám best!