• Tuuli Rähni

Tuuli Rähni

Tuuli Rähni er píanóleikari og söngkennari, GSM 864 5286, tuuli@simnet.is.

Tuuli Rähni stundaði píanónám 1986 – 1991 við Tónlistarháskólann í Tallinn (í dag Eistneska Tónlistarakademían) hjá prófessor Peep Lassmann sem var fyrrverandi nemandi Emil Gilels við Tónlistarháskólann í Moskvu.

Jafnframt var hún píanómeðleikari í Tónlistarháskólanum í Tallinn.

Tuuli er deildastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri, píanó-og söngkennari í Tónlistarskóla Bolungarvíkur, píanó- og harmonikukennari í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hún er píanómeðleikari hjá Sunnukór, organisti og organisti við Ísafjarðarkirkju. 

Yfir tvo áratugi hefur Tuuli spilað kammertónlist ásamt eiginmanni sínum Selvadore Rähni klarínettleikara.

Nám og starf

  • 1991 útskrifaðist hún úr Tónlistarháskólanum í Tallinn með láði.
  • 1991 komst hún í lokaúrslit í hinni alþjóðlegu píanókeppni  Maria Canals í Barcelona á Spáni.
  • 1991-1997 var Tuuli Rähni í meistaranámi í Þýskalandi við Tónlistarháskólann í Karlsrúhe: 1991-1995 stundaði hún nám í píanóeinleik hjá prófessor Gunther Hauer og lauk þaðan meistaragráðu 
  • 1995-1997 stundaði hún píanónám sem kammerleikari hjá prófessor Werner Genuit og lauk einnig meistaragráðu.
  • Hún hefur hlotið styrki frá Þýskalandi, Svíþjóð og Eistlandi.
  • Sem einleikari og kammerleikari hefur hún komið fram hjá eistneska ríkissjónvarpinu og leikið inn á upptökur fyrir  þýskar útvarpsstöðvar og eistneska útvarpið.
  • Hún hefur komið fram sem einleikari og kammerleikari í Bretlandi, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi, í fyrrverandi ríkjum Júgoslavíu, Eistlandi og Íslandi.
  • Tuuli Rähni hefur tekið meistaranámskeið í píanóleik hjá prófessor Dominique Merlet  frá  París, einnig hjá prófessor Alexander Braginsky frá Bandaríkjunum og prófessor Eduardo Hubert frá Ítalíu.
  • 1993-1997 var hún píanókennari í Institute for Promotion of Talents í Kottner Tónlistarskólanum í Þýskalandi.
  • 2001-2005 var hún píanókennari við Kyoto- konservatoríið í Japan.