Klarínett

Klarínett er tréblásturshljóðfæri með sívalningslaga hljóðpípu og einfalt blað í munnstykkinu til að framkalla tóninn. 

KlarínettBladKlarínett er mjög fjölhæft hljóðfæri. Það er einkum notað í klassískri tónlist en einnig í margs konar annarri tónlist. Tónsviðið er mikið: tæplega fjórar áttundir og styrkleikasviðið einnig mjög breitt.

Nafnið er dregið af ítalska orðinu clarino, sem þýðir trompet, að viðbættri smækkunarendingunni -et, en fyrstu klarínett höfðu skæran tón líkt og trompett.

Klarínett-fjölskyldan er stór, 12 hljóðfæri talsins: 

  • As-sópranínóklarínett, 
  • Es-sópranklarínett, 
  • D-, C-, B-, A-klarínett, 
  • A-bassetklarínett, 
  • F-bassethorn, 
  • Es-altklarínett, 
  • B-bassaklarínett, 
  • Es-kontraaltklarínett og 
  • B-kontrabassaklarínett. 

Á þeim tíma sem Mozart lifði, var líka Bassethorn í G til. 

Klarínett

Þýskt klarínett

Tvær tegundir klarínett eru til, þýskt-klarínett og franskt-klarínett, svo kallað Böhm-klarínett.

Langalgengust þessara hljóðfæra er B-klarínett en mikill meirihluti klarínettu-nemenda byrjar að læra á það hljóðfæri. 

A-klarínett er oft notað í klassískri tónlist og er því nauðsynlegt langt komnum nemendum og atvinnuhljóðfæraleikurum. 

Klarínettfjölskyldan

Klarinett