Harmonika

Harmonikan er tiltölulega ungt hljóðfæri, varð ekki til fyrr en á þriðja áratug 19. aldar.

Harmonikan var fyrst og fremst danshljóðfæri og við hana var til dæmis dansaður ræll, polki, vals, masúrki og skottís. 

Harmonika1

Píanónikka

Harmonikan byrjaði sem hljóðfæri yfirstéttarinnar en á síðari hluta 19. aldar tókst mönnum í Þýskalandi að finna aðferð til að fjöldaframleiða hana og lækkaði þá verðið á henni talsvert.

Harmonikur komu hingað á seinni hluta 19. aldar og varð geysivinsælt hljóðfæri.

Harmonika2

Krómatísk hnappanikka

Harmonikan blæs lofti í gegnum tónfjaðrir og samanstendur af hljómborði, bassa og belg. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af harmonikum og eru þær ýmist með hljómbassa eða tónbassa.