• Félagsheimili Bolungarvíkur

Vortónleikar

3.5.2021

Vortónleikar Tónlistarskóla Bolungarvíkur verða haldnir miðvikudaginn 5. maí 2021 kl. 19:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Vegna samkomutakmarkana yfirvalda geta aðeins tveir fullorðnir komið á tónleikana með hverjum nemanda.

Þegar nemendur eru búnir að spila, fara þeir út í salinn og sitja hjá foreldrum sínum nema unglingastig og þeir sem eldri eru.

Sæti fyrir unglingastigið eru fyrir framan sviðið eða uppi á efri hæðinni. 

Foreldrar gæti að börnum sínum að trufla ekki aðra flytjendur. Skrá þarf alla tónleikagesti vegna sóttvarna og þeir þurfa að setja upp andlitsgrímu.

Gildandi takmörkun á samkomum:

  • Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild til að hafa allt að 50 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum. Heimilt er að taka á móti allt að 100 sitjandi gestum og er þeim skylt að nota andlitsgrímu. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Ekki er heimilt að selja eða bjóða veitingar í hléi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin með.
  • Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
  • Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru 1 metri í sætum.
  • Þátttaka allra gesta skal skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Varðveita skal skráninguna í tvær vikur.
  • Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.