Söngnemendur Tónlistarskóla Bolungarvíkur sigruðu!

30.11.2015

Sigríður Elma Björnsdóttir sigraði og Erna Kristín Elíasdóttir lenti í þriðja sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna á Ísafirði sem fram fór í Edinborgarhúsinu á föstudagskvöld.

Sigríður ElmaSigríður Elma söng One and only með bresku söngdívunni Adele og Erna Kristín söng lagið One call away með Charlie Puth.

Sigríður og Erna læra báðar poppsöng hjá Tuuli Rähni í Tónlistarskóla Bolungarvíkur.

Keppnin var hin vandaðasta í alla staði og alls kepptu tíu nemendur um hylli dómnefndar.
Tónlistarskóli Bolungarvíkur óskar Sigríði Elmu og Ernu Kristínu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.