Setning tónlistarskóla
Tónlistarskóli Bolungarvíkur verður settur á morgun, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:30 í sal tónlistarskólans.
Á skólasetningunni verða kennslutímarnir ákveðnir og tækifæri gefst til að hitta kennara og fá upplýsingar um námið.
Kennsla hefst miðvikudaginn 27. ágúst.