• Covid_19

Páskafrí í tónlistarskóla hefst á morgun

24.3.2021

Í ljósi upplýsinga frá sóttvarnarlækni hefur verið ákveðið að páskafrí hefjist í Tónlistarskóla Bolungarvíkur á morgun 25. mars 2021.

Í minnisblaði sóttvarnarlæknis frá því í dag er mælst til þess að grunn-, framhalds- og háskólar fari nú þegar í páskafrí og að unnið verði að fyrirkomulagi skólahalds sem taki gildi eftir páska.