Nemendur fá góða einkunn

24.9.2015

Tveir nemendur Tónlistarskóla Bolungarvíkur sem tóku grunnpróf síðastliðið vor fengu mjög góðar einkunnir. 

MO.Oliver Rähni, 12 ára, fékk 9,8 í einkunn fyrir píanóleik, hann byrjaði að læra á píanó 8 ára gamall.

Mariann Rähni, 9 ára, fékk 9,7 í einkunn fyrir fiðluleik, hún hefur lært á fiðlu í tvö ár.

Þetta eru hæstu einkunnir í sögu tónlistarskólans síðan prófdómarar byrjuðu að koma frá Reykjavík.

Skólinn óskar nemendum og kennurum til hamingju með þennan frábæra árangur.