Janusz Frach kennir á gítar
Janusz Frach er nýráðinn gítarkennari við Tónlistarskóla Bolungarvíkur.
Janusz Frach fæddist í Kraká í Póllandi. Hann hóf tónlistarnám aðeins 5 ára gamall, fyrst í tónlistarleikskóla og síðan í grunn- og framhaldstónlistarskóla.
Árið 1990 lauk hann námi með hæstu einkunn í Tónlistarakademíunni í Kraká.
Meðfram háskólanámi lék hann með mörgum þekktum hljómsveitum s.s. Capella Cracoviensis, Óperunni í Kraká og Sinfóníuhljómsveit Kraká.
Á þessu tímabili hefur hann oft spilað utan Póllands meðal annars með eigin kvartett eða Hljómsveit Óperettunnar í Vínaborg en með henni fór hann í 3 mánaða tónleikaferð um Vestur Evrópu.
Árið 1992 stóðst hann inntökukröfur og var fastráðinn fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Kraká en með hljómsveitinni fór hann í fjölda tónleikaferða um Evrópu. Hann var lék einnig á aðra fiðlu í Kammersveit Fílharmoníunnar í Kraká.
Frá árinu 1994 er hann kennari við Tónlistarskólann á Ísafirði og 5-6 árum seinna byrjaði hann að kenna nemendum sem komu frá Bolungarvík. Janusz er búinn að starfa sem fiðlukennari í mörg ár við Tónlistarskóla Bolungarvíkur.
Sumarið 2018 fór Janusz í einkatíma í rytmískri tónlist sérstaklega á acustic og bassa gítar.
Uppáhaldshljóðfærin mín eru fiðla og gítar og sérstaklega hljómar gítar oft heima hjá mér í sumarfríinu í Póllandi eins og á Spáni þegar það er heitt úti,” segir Janusz.
Tónlistarskóli Bolungarvíkur býður Janusz velkominn til starfa einnig sem gítarkennara.