• Blokkflauta

Innritun og setning tónlistarskólans

9.8.2021

Innritun í nám í Tónlistarskóla Bolungarvíkur fyrir skólaárið 2021-2022 er hafin.

Innritun fer fram með rafrænum hætti gegnum vefsíðu skólans. 

Athugð að allir þurfa að sækja um, bæði nýir og eldri nemendur, og einnig þeir sem eru á biðlista.

Það eru tvö mismunandi eyðublöð á síðunni og þeir nemendur sem vilja halda áfram í námi án breytinga geta valið styttra blaðið (blað nr. 2). Sækið um sem fyrst!

Tónlistarskóli Bolungarvíkur verður settur mánudaginn 23. ágúst kl. 17:30 í sal tónlistarskólans, Sprota.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Tónlistarskólann.

Skólastjóri,
Selvadore Rähni
Sími 8635286