Gaman í tónfræði

20.10.2015

Krökkunum finnst gaman í tónfræði.

Kennsla í Tónlistarskóla Bolungarvíkur hófst í haust í 51. sinn.

Á haustönninni stunda fimmtíu og átta nemendur nám í skólanum hjá fjórum kennurum og einum stundakennara sem kenna á sjö hljóðfæri auk kennslu í söng. Þetta er mesti fjöldi nemenda í skólanum frá 2010.

Nemendur sem stunda hljóðfæranám eða söngnám eiga kost á tónfræðikennslu eftir eins til tveggja ára nám. Foreldrar geta skráð börn sín í tónfræðikennslu að undangegnu viðtali við skólastjóra. Enn er hægt að bæta við nemendum í tónfræði.

Tónfræði er kennd í þrem hópum, kennt er á miðvikudögum og eru byrjendur kl. 13:00, millistig kl. 14:00 og lengra komnir kl. 15:00.

Nýr hópur byrjaði í haust í tónfræðitímum og hér heilsar yngsti hópurinn.

Það er sungið í tónfræðitímum

Það er sungið og dansað í tónfræðitímum

Krökkunum finnst gaman í tónfræði