• Netnótan - Oliver Rähni

Framlag Tónlistarskóla Bolungarvíkur til Net-Nótunnar

4.4.2023

Fjölmargir tónlistarskólar tóku þátt í „Net-Nótunni“ og úr brotum úr öllum myndböndunum voru gerðir þrír þættir, sem sýndir eru á N4.

Hér má sjá framlag Tónlistarskóla Bolungarvíkur til NET-nótunnar sem tekið var upp í vetur.

Tónlistarskóli Bolungarvíkur from Kennarasamband Íslands on Vimeo.

Krafa var gerð um fjögra mínútna myndband sem myndi innihalda 1-2 atriði ásamt stuttri kynningu.

Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendum. Flestir skólanna taka þátt í Netnótunni sem unnin er í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. 

Þættirnir eru sýndir á N4 en þar gefst kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólanna, grasrót tónlistarsköpunar í landinu.