Meludia
Tónlistarskóli Bolungarvíkur er fyrsti tónlistarskóli landsins til að taka tónlistarforritið Meludia til notkunar við kennslu í tónfræði.
Meludia er tölvuleikur sem miðar að því að auka færni notenda forritsins í tónlist og tónlistarfræðum. Forritið hentar öllum, allt frá byrjendum til atvinnutónlistarfólks en byggir fyrst og fremst á hlustun og greiningu og eflir tónlæsi notendanna.
Forritið er samið af Vincent Chaintrier, sem er franskt tónskáld, sjórnandi, píanóleikari og kennari og Bastien Sannac, sem er tónskáld, píanóleikari og tölvufræðingur.
Meludia-forritið hefur reynst einstaklega frábær upplifun fyrir alla nemendur skólans sem hafa notað forritið en eins og áður sagði hentar það nemendum á öllum stigum og lengra komnu tónlistarfólki.
Tónlistarskólinn hefur keypt aðgang að forritinu og skólinn mælir með því að foreldrar kaupi einnig aðgang að forritinu svo nemendur geti æft sig heima við. Það myndi auðvelda nemendunum námið að geta æft sig á forritið við kjöraðstæður.
Foreldrar geta haft samband við tónlistarskólstjóra og skoðað leikinn og fengið aðstoð við að fá aðgang að forritinu fyrir börn sín.
Venjulegur notandi getur ekki skoðað alla möguleika leiksins nema að vinna sig áfram í leiknum en skólastjórinn getur sýnt foreldrum leikinn í heild sinni.