• Oliver Rähni

Oliver Rähni

Oliver Rähni er píanóleikari.

Oliver er fæddur í Kyoto, Japan, árið 2003 og er uppalinn í tónlistarfjölskyldu en móðir hans er píanóleikari og faðir hans klarinettleikari.

Oliver byrjaði í píanónámi árið 2011 í Tónlistarskóla Bolungarvíkur, kennari hans er Tuuli Rähni. Oliver er í framhaldsnámi og lauk framhaldsprófinu í píanóleik með einkunnina 10,0.
Oliver hefur komið fram á tónleikum víða hér á landi en einnig á Spáni (í Barcelona, Tarragona og Deltebre), Írlandi (í Dublin og Galway) og Póllandi (í Kurozweki). Hann hefur komið fram sem einleikari á tónlistarhátíðinni Miðnætursól í Bolungarvík og í Hörpu, Reykjavík með virtu úkraínsku kammersveitinni Kyiv Soloists.

Hann hefur sótt masterclassa hjá Prof. Peter Máté á Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og hjá Dr. Krystian Tkaczewski í Kurozweki, Póllandi.

Oliver hefur þrisvar sinnum hlotið sérstaka viðurkenningu á svæðistónleikum Nótunnar og tvisvar sinnum á lokatónleikunum í Hörpunni fyrir framúrskarandi einleik. Einnig hlaut hann sérstaka viðurkenningu í Future Stars International Piano Competition sem fer fram á netinu.