• Jongunnar

Jón Gunnar kennir

10.12.2018

Jón Gunnar Biering Margeirsson kennir á gítar, bassa og ukulele eftir áramótin í Tónlistarskóla Bolungarvíkur.

Jón Gunnar er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar og útibússtjóri Þingeyrar-útibús skólans. Hann kennir einnig á Ísafirði og Flateyri. Hann er organisti Þingeyrarprestakalls og kórstjóri Sunnukórsins.

Jón Gunnar útskrifaðist með B.Mus. í klassískum gítarleik vorið 2009 og MA-gráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við Listaháskóla Íslands 2011.

Jón Gunnar hefur verið frumkvöðull í þróun og kennslu skapandi tónlistar áfanga. Hann þróaði og kenndi skapandi tónlistarmiðlun í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ frá haustinu 2010 til loka ársins 2012. Hann var stundakennari við tónlistardeild Listaháskóla Íslands 2012 til 2015 og aðjúnkt 2013 til 2015.