50 ára afmælistónleikar

16.12.2015

Tónlistarskóli Bolungarvíkur hefur nýlega gefið út geisladisk í tilefni af 50 ára afmæli skólans.

50 ára afmælistónleikarDiskurinn er tvöfaldur, á fyrri diskinum eru upptökur frá nemendum á degi tónlistarskólanna, en á seinni diskinum eru upptökur frá 50 ára afmælistónleikum tónlistarskólans.

Á afmælistónleikunum komu fram meðal annarra Villi Valli, Magnús Reynir Guðmundsson, Ólafur Kristjánsson og hljómsveitin Xpress ásamt Benna Sig og Ylfu Mist, einnig Sigrún Pálmadóttir, Tuuli og Selvadore Rähni. Aðrir gestir eru Björn Thoroddsen, Jón Hallfreð Engilbertsson, Guðmundur Hjaltason og Haraldur Ringsted.

Einnig eru á diskunum upptökur frá fyrrverandi kennurum og skólastjóra en tónlist á honum er mjög fjölbreytt, svo sem popp, rokk, jazz og klassík.

Þar er einnig að finna þrjú frumsamin lög eftir Bolvíkinga: Jólalag eftir Selvadore Rähni við texta eftir Benedikts Sigurðssonar.

Þó um dali ég hlaupi er lag eftir Tuuli Rähni og Karólínu Mist Stefánsdóttur
Óður til Lillýjar eftir Ólaf Kristjánsson

Alls eru á diskunum 56 atriði.

Diskurinn kostar 3.000 kr. og hægt er að kaupa hann í Tónlistarskólanum í Bolungarvík eða hjá skólastjóra Selvadore í síma 863 5286.